HVER hefur húmor fyrir fíkniefnum ?
Mánudagur, 17. september 2007
Góð frásögn birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem vakin er athygli á blaði undir nafninu Djöflaeyjan þar sem dansaður er dans kring um fíkniefnaneyslu með ýmis konar lýsingum sem viðkomandi ritstjóri segir " húmor " og lætur þess jafnframt getið að menn hljóti að vera í dópi hafi þeir ekki húmor fyrir þessu. Sjálf myndi ég nú halda þvert á móti satt best að segja og bókstaflega til háborinnar skammar að menn skuli komast upp með það að prenta slíkar frásagnir hvað þá dreifa.
Geðveiki eða dauði er það " ´húmor " ?
Fíkniefnaneysla ungmenna í þessu þjóðfélagi er þjóðfélagsmein og stórkostlegur bölvaldur sem gegnsýrir heimili og fjölskyldur hlutaðeigandi og veldur þjóðhagslegum kostnaði þess efnis að meðhöndla afleiðingar neyslunnar á hina margvíslegustu vegu. Foreldri sem horfa þarf á barn sitt fært burt í járnum vitstola af völdum neyslu , hlær ekki frekar en foreldrið sem vakað hefur fram á nætur árum saman í ferli sem slíku. Ég get ekki ímyndað mér að barnaverndaryfirvöldum sé hlátur í hug né heldur geðlæknum og geðhjúkrunarfræðingum, hvað þá lögreglumönnum og skólayfirvöldum almennt.
Burt með svona skrif.
Hér þarf hreinsunar við og ég frábið mér allt tal um tjáningarfrelsið í þessu efni því það á ekki við, hér er um ólöglegt athæfi að ræða þ.e. notkun fíkniefna og það atriði að slíkt sé fært í bómullarbúning sem þennan á ekki að eiga sér stað. Bendi á í því sambandi að það er bannað að tala um tóbak.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.