Sunnudagshugleiðing um lífið og tilveruna.

Eftir því sem árin telja safnast í reynslubrunn tímans hjá hverjum og einum, við erum sífellt að læra í lifsins skóla. Námsefnið er breytilegt eftir því hvaða samtíma við lifum að hluta til en ákveðin gildi ganga hins vegar gegnum tímaskeið öll er varða hinn mannlega þátt í lífinu, þar sem óeigingjarn kærleikur er forsenda virðingar gagnvart samferðamönnunum. Menntun inniheldur æ ríkari sundurgreiningu á faglegum viðfangsefnum samtímans þar sem sérfræðingar í sérstökum vandamálum sérhæfa sig í sífellt þrengri viðfangsefnum. Oftar en ekki veldur þetta skorti á heildaryfirsýn yfir sviðið. Þegar markmiðin bera tilganginn ofurliði þarf að endurskoða tilganginn. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera stofnanir heldur lifandi afl líðandi stundar í landinu. Lögmál markaðsfrelsis þjóna illa eða ekki tilgangi sínum þegar lagaramminn er illa eða ekki sýnilegur ellegar útbúinn í formi einokunar einstakra aðila á ákveðnum sviðum. Fjölskylduvænt þjóðfélag sinnir þörfum foreldra fyrir tíma með börnum sínum í frumbernsku og upp uppvaxtarskeið en sama þjóðfélag sinnir einnig þörfum borgara á efri árum til þjónustu. Réttlátt þjóðfélag leggur ekki hærri skatta á íbúa sína en þeir geta borið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband