Til hvers eru uppalendur að reyna að kenna kurteisi, þegar fulltrúar hins opinbera koma fram í fjölmiðlum með hreinan dónaskap ?

Aðstoðarmaður samgönguráðherra kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem sá hinn sami endurtók ummæli sín  úr blaðagrein,um nýkjörinn þingmann stjórnarandstöðu sem " ómarktækan og óvandaðan rudda í íslenskri pólítik "  við hann í beinni útsendingu. Eftir höfðinu dansa limirnir og má því spyrja til hvers uppalendur séu að burðast við að kenna börnum siðvædd samskipti þegar slíkt kemur fram opinberalega úr munni þeirra sem standa við stjórnvölinn í landinu. Svona uppnefningar í garð einstaklinga eins og hér eru á ferð eru nefnilega oftar en ekki undanfari vandamála sem leiða til pústra og ef til vill síðar ofbeldis millum einstaklinga , því orðin meiða. Slík orðanotkun segir reyndar meira um þann er hana viðhefur en flest orð , en breytir því ekki að við skyldum ALDREI láta okkur slíkt lynda af hálfu þeirra sem koma fram fyrir hönd þjóðarinnar opinberlega hér á landi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband