Kosta þarf fjármunum til grunnmenntunar í landinu svo standi undir nafni.

Hið opinbera hverju nafni sem það nefnist getur ekki horft þegjandi á það atriði að ekki fáist fólk til þess að mennta börn frá leikskóla til grunnskóla og skerða þurfi þjónustu svo og svo mikið hér og þar hvarvetna. Mótun siðgæðisvitundar einstaklingsins fer til dæmis ekki hvað síst fram um þriggja ára aldurinn og þar þarf nauðsynlegan mannafla að störfum alla daga árið um kring. Í upphafi skyldi því endirinn skoða og ef við teljum okkur geta dandalast áfram með allra handa fögur markmið á blaði til að framfylgja þar sem markmiðasetninguna vantar ekki en starfsfólk til að starfa með þau hin sömu markmið skortir þá tel ég að við stöndum í stað, því miður. Hvoru tveggja tími og rými til þess að mennta einstaklinga á unga aldri, skilar sér í agaðra þjóðfélagi þar sem góð grunnmenntun skilar sér í framhaldsnámi hvers konar. Stórkostlegur skortur á vitund ráðamanna um mikilvægi þessa hefur verið við lýði lengi , allt of lengi í voru samfélagi . Skoða þarf hve mikið fé skortir til þess að reka grunnmenntun í landinu í samræmi við lög þar að lútandi og stoppa þar eins og skot í þau göt sem þar er og hefur verið að finna undanfarin ár og áratug að minnsta kosti. Samræma þarf aðferðafræði millum sveitarfélaga í þessu efni þannig að landsmenn fái notið sömu þjónustu hið lögboðna hlutverk kveður á um, annað er mismunun þegnanna. Jafnframt er það spurning hvort ekki skuli sett  einhver refsiákvæði í lög varðandi það atriði að sveitarfélög sinni ekki grunnþjónustuhlutverki sínu við útdeilingu fjármagns ár hvert í þennan málaflokk sem girðir fyrir útaustur fjármuna í annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband