Mannréttindi á Íslandi voru fótum troðin með frystingu skattleysismarka.
Fimmtudagur, 13. september 2007
Laun einstaklings fyrir fullan vinnudag , samkvæmt lægsta taxta verkalýðsfélags, að lokinni greiðslu skatta EIGA að nægja þeim hinum sama til framfærslu, í formi fæða og klæða og þaks yfir höfuðið, það eru mannréttindi. Gilldir þar einu hvort kynið á í hlut. Launahækkanir á vinnumarkaði þótt lágar hafi verið rúman áratug til handa hinum almenna verkamanni, kölluðu sannarlega ekki á þá aðgerð að mörk skattleysis væru nær samtengd upphæð fátæktarskilgreiningu sveitarfélaga sem var raunin. Það eitt að greiða skatta setti fólk á lægstu töxtum því innan fátæktarskilgreininga hins opinbera sjálfs, en naut ef til vill ekki aðstoðar vegna launaupphæða fyrirfram samkvæmt hinu sama annars frábæra velferðarkerfi eða hitt þó heldur. Öryrkjar, ellilifeyrisþegar og láglaunafólk var samferða sem þolendur þessa stórvitlausa ástands eins og áður sagði í áraraðir og er enn því skattleysismörk hafa ekki náð að haldast í hendur við þróun verðlags, þar þarf enn að koma til sögu hækkun svo það megi verða. Lækkun matarskatta skilaði sér ekki til almennings og bætti ekki stöðu þessara hópa að nokkru leyti þar að lútandi. Húsnæðiskostnaður er enn í sögulegu hámarki svo mjög að gjáin milli þeirra sem eiga húsnæði og þeirra sem aldrei geta eignast húsnæði breikkar. Jafnframt stækkar sá hópur sem ekki getur leigt á almennum leigumarkaði. Hér er brotið á mannréttindum í voru þjóðfélagi sem þarf að taka á með aðgerðum , strax.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hið opinbera eða samráð okkar og sameign er fordæmisgefandi um alla svífyrðu hvað varðar kjör fólks, hvort sem um skatta eða skattleysi er að ræða.
Annað er alvarlegra. Það er að hið opinbera er óhagganlegt hvað varðar launataxta og fylgir þeim í hörgul. Launataxtar eru þó viðmiðunarmörk eða botn, sem ekki má þiggja né bjóða undir, annars er það hreinlega lögbrot.
Ríkið greiðir því opinberum starfsmönnum krónunni yfir glæpnum og ekkert meir. Frammistaða, geta tryggð og starfsreynsla breyta þar engu um. Ríkið gengur því á undan í að halda launakjörum hinna lægst launuðu við glæpsemdarmörkin.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2007 kl. 02:15
Það er hárrétt Jón.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.9.2007 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.