Afsökunarbeiðni úr samgönguráðuneytinu ?

Bæði samgönguráðherra og aðstoðarmaður hans hafa farið offari í ummælum um menn og málefni, þar sem ráðherrann dró einn mann fram til ábyrgðar í ummælum í klúðri um ferjukaup og aðstoðarmaðurinn bætti um betur og úthúðaði stjórnarandstöðuþingmanni sem gagnrýndi ummæli ráðherra og málið í heild. Helstu forsvarsmenn þjóðarinnar eiga ekki að ganga um með slíku fordæmi að mínu mati og óverjanlegt ef menn kunna ekki að skrifa afsökunarbeiðni í kjölfarið því ella eiga þeir hinir sömu lítið erindi í stjórnmálum, hvað þá við stjórnvölinn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér fannst það ekki gott hjá Kristján Möller að kenna manni út í bæ um mistök í sambandi við Grímseyjaferjuna.  Hann setti verulega niður við það að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Báðir þessir menn í Samgönguráðuneytinu, sem þú ert að tala um, eru það miklir hrokagikkir, þeir hafa sýnt það hingað til svo ekki fer á milli mála, að þeir viðurkenna aldrei nein mistök og það er hægt að gleyma því að þeir hafi manndóm í sér til að biðjast afsökunar á gjörðum sínum.

Jóhann Elíasson, 12.9.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband