Árásin á Bandaríkin 11 sept. skynjun mín kvöldið áður.

Kvöldið áður en árásin á tvibaurarturnana í New York átti sér stað taldi ég mig hafa fengið heimsókn að handan við móðuna miklu sem fyrir mig persónulega var maðurinn minn heitinn. Þessi skynjun var sterk, svo sterk að mér var ekki sama og daginn eftir kom það í ljós að greinilega var eitthvað á ferð sem sló heimsbúa um þá heljarveröld sem mannsins athafnir geta áskapað. Dofi þess efnis að mega þurfa að sjá fjölda fólks farast í næstum beinni útsendingu fréttamiðla af atburðum var ógnvænlegur. Ég votta aðstandendum öllum þeirra sem þar misstu sína nánustu mína virðingu og vona að við heimsbúar munum eiga vit til þess að stemma stigu við slíkum harmleikjum í nánustu framtíð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

'EG man vel þennan dag allan, eitthvað sem fer ekki úr mynni og afleiðingar sem hryðjuverkin ollu var til langs tíma sundrung manna á milli.  

Ester Sveinbjarnardóttir, 12.9.2007 kl. 00:42

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ester.

Heiminn setti hljóðan um stund.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.9.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hatrið, þetta banvæna mein í mannssálinni er orsök allrar ógæfunnar. Hryðjuverk eru afleiðingin. Hatrið verður ekki upprætt með manndrápum eða ógnunum af neinu tagi.

Árni Gunnarsson, 12.9.2007 kl. 07:47

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er mikið rétt Árni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.9.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband