Láglaunapólítik undir náð hins opinbera, ekki hvað síst konur á vinnumarkaði við þjónustu við manninn frá vöggu til grafar.

Það er þyngra en tárum taki til þess að vita að hvoru tveggja ríki og sveitarfélög ganga á undan hvað varðar launastefnu í starfsmannahaldi. Launastefnan er síðan þess valdandi að ekki tekst að manna þjónustustörf og þjónusta er skert ár eftir ár eftir ár sama saga hring eftir hring. Það er nefnilega ekkert sem bannar stjórnmálamönnum við setu í stjórnum ríkis og sveitarfélaga að gera betur við starfsmenn sína en taxtar verkalýðsfélaga innihalda en viðhorfið er of hefur verið " bara að spara og spara og spara " í launagreiðslum sem aftur étur sjálft sig upp í skorti á starfsfólki og skertri þjónustu sem aftur veldur réttmætri óánægju skattgreiðenda sem HAFA borgað fyrir það að þjónustan sé til staðar lögum samkvæmt. Hinn kynbundni launamunur er fyrst og fremst af tilstuðlan þeirrar láglaunapólítikur sem viðgengst og viðgengist hefur hjá hinu opinbera á báðum stjórnsýslustigum og stjórnmálamenn hafa veruleg áhrif á við stjórnvöl þar á bæ ef vilji er fyrir hendi .

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála, með ólíkindum hvað við sættum okkur við þegar kemur að þjónustu við börnin okkar. Sama má segja um umönnunarstörf. Ætli við höldum að kaupið okkar verði hærra ef það hækkar ekki hjá hinum. Erum við ef til vill sátt við að þeir sem sinna börnunum okkar séu alltaf ósáttir við kaupið sitt. Hvernig hugsum við? Hugsum við kannski ekki um börnin okkar?

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.9.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband