Hvar ert þú ? ......... við erum hér........

Fyrir nokkru fékk ég símtal hjá símafyrirtæki sem ég er ekki í viðskiptum við sem vildi spyrja mig nokkurra spurninga en ég sagðist vera upptekin og vonaði að það dygði til að berja af sér annað símtal. Nei aftur hringdi stúlka frá þessu símafyrirtæki sem ég hafði hætt viðskiptum við fyrir rúmu ári síðan og til hvers ? Jú til þess að segja mér að ég hefði hætt hjá þeim fyrir ári og þeir væru að hringja og athuga hvernig mér líkaði þjónustan hjá hinu fyrirtækinu sem ég hefði viðskipti við nú. Ég gat ekki orða bundist og tjáði stúlkunni að með fyllstu virðingu fyrir viðskiptum og samkeppni þá teldi ég það fullkomlega óeðlilegt að fá slíkar spurningar frá fyrirtæki sem ég verslaði ekki við og hygðist ég fara í viðskipti við fyrirtækið þá myndi ég sjálf hafa samband. Ég hef sennilega lent í hlutverki Júdasar við það að yfirgefa símafyrirtækið og prófa þjónustu hjá öðru fyrirtæki samkvæmt þessu símtali en markaðstilstandið á sér engin landamæri.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband