"Ómarktækir, óvandaðir ruddar í íslenskri pólítik " aðstoðarmaður samgönguráðherra ræðir málin í blaðagrein.

Mér svelgdist á kaffinu þegar ég las úrdrátt úr grein Roberts Marshal í Morgunblaðinu í dag, því sjaldan hefi ég séð aðra eins árás í formi orða og þar á sér stað á prenti og það úr munni aðstoðarmanns ráðherra í ríkisstjórn landsins.  Spjótunum er beint að Bjarna Harðarsyni bloggvini mínum en orðrétt er úrdrátturinn svona

" Það má því líka segja að Bjarna Harðar hafi tekist á ótrúlega stuttum tíma að afhjúpa sig sem ómarktækan og óvandaðan rudda í íslenskri pólítík "  Ég hefði nú haldið að oft hafi verið minna tilefni til meiðyrðamála en í þessu tilviki og skammarlegt að opinber embættismaður skuli láta sér slíkt um munn fara. Grein þessi er annars að virðist vegna gagnrýni Bjarna á Grímseyjarferjumálið.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Greinin er í sunnudagsmogganum, bls. 58. Já ég er aldeilis hrædd um að sá hinn sami hafi tekið of stórt upp í sig þarna sem ekki var á bætandi því einnig fullyrðir hann í greininni að samgönguráðherra hafi ekki ráðist á skipaverkfræðinginn sem ábyrgðarmann meintra mistaka í stóra Grímeyjarferjuklúðrinu sem er alrangt því það gerði ráðherran í viðtali á Bylgjunni í hádegisfréttum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.9.2007 kl. 01:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er eins gott fyrir menn að vera ekki að viðra skoðanir sínar á þessu máli ef þær samræmast ekki skoðunum þessara manna í samgönguráðuneytinu.

Jóhann Elíasson, 10.9.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband