Viðskipti við fyrirtæki sem stefna á uppgjör í Evrum í hættu ?

Hlustaði á frásögn í útvarpi um Gallup könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins þar sem frásögnin hljómaði svona. " Drjúgur meirilhuti þjóðarinnar vill taka upp evru " síðan var sagt frá því að 53 % landsmanna væru hlynnt upptöku evru. Seint mun sú er þetta ritar geta fallist á þá túlkun að " drjúgur meirihluti " teljist 3% umfram helming. Leit einnig augum frétt á netinu þess efnis að einn banki hyggist taka upp uppgjör í evrum og velti því fyrir mér hvort viðkomandi muni í kjölfarið tapa viðskiptum hér innanlands.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Drjúgur meirihluti þeirra sem hafa það fyrir reglu að kíkja á blogg síðuna þína eru þér á nokkurs vafa sammála.

Kjartan Pálmarsson, 8.9.2007 kl. 01:45

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þakka þér fyrir það Kjartan, ég efa ekki að þessi niðurstaða er fengin samkvæmt nákvæmri mælingu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.9.2007 kl. 01:51

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég næ satt að segja ekki alveg uppí þessa Evruumræðu.Ég taldi mig hafa lesið það einhverstaðar einherntíma að skilyrði fyrir upptöku hennar væri t.d. að verðbólga yrði að vera innan við 2% í einhver ár(man ekki hvað mörg)í því landi sem tæki hana upp áður.Og á hvaða gengi yrði svo íslenska krónan tekin fyrir ef af yrði.Er fólk búið að gleyma öllu svindlinu þegar núllin tvö voru tekin af krónunni sælla minningar.Kært kvödd 

Ólafur Ragnarsson, 10.9.2007 kl. 01:11

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Alveg innilega sammála þér Ólafur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.9.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband