Vonin í lífi mannsins.

Við það að biðja bænir hvert eitt kveld fyrir svefn, legg ég allt mitt traust á minn Guð og öðlast með því móti von og sálarró gagnvart verkefnum sem í fang færast. Bænin er því svefnmeðal fyrr og síðar, þar sem þakkir fyrir hið góða og óskir um að góður Guð gefi mér styrk til að takast á við verkefni daganna, eru frambornar. Vonin er í mínum huga vilji til þess að ganga fram á veginn í meðlæti jafnt sem mótlæti og því hvað mikilvægasti þáttur okkar í tilverunni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband