Hin nýja kynslóð farsíma nýtist heyrnarlausum vel, það eitt er nóg.

Ég fagna framtaki Símans þess efnis að gera heyrnarlausum kleift að nýta þessa samskiptatækni í sína þágu til samskipta. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér einhverja gífurlega útbreiðslu þessarar tækni sem slíkrar einkum og sér í lagi þar sem menn eru blaðrandi í farsímana í akstri enn þann dag í dag umvörpum. Reyndar eru menn síblaðrandi um allt alveg sama hvar þeir eru og svo virðist sem símarnir stjórni mönnunum en ekki öfugt. Hvað verður um Frelsiskortin og óskráð númer , verða þau inn í þessu kerfi ? Mér segir svo hugur um að hægt muni ganga að koma á kerfi sem þjónar landsmönnum öllum í þessu efni. Mér gæti hins vegar skjátlast.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband