Kristindómur og nútíminn, auglýsingar um þriðju kynslóð farsíma þar sem Jesú hringir í Júdas.

Var Síminn búin að biðja um blessun Þjóðkirkjunnar á auglýsingu sinni eða rennir hann blint í sjóinn í þvi efni ? Hver veit, kemur í ljós. Alltént er það gott að þessi nýja kynslóð skuli nýtast heyrnarlausum það er fagnaðarefni .

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Auglýsing sem fær mann til að brosa. Vonandi að auglýsingastofan lendi ekki í sömu vandræðum og spaugstofan um árið. Hef góðan húmor fyrir trúnni og skil varla það fólk sem hneykslast á þessu gríni. Held það geti jafnvel verið af hinu góða, krakkarnir fara kannski að spyrja út í þessa hluti og þá er tilvalið tækifæri til að uppfræða þá um trúarbrögð. Þetta með trúarbrögðin er að verða allt of viðkvæmt í þjóðfélaginu, en til að börnin og unglingarnir geti fundið sína trú, þurfa þau að læra á hlutlausn hátt um mismunandi trúarbrögð. Það er ekki til neitt sem heitir röng trú, bara mismunandi skilgreiningar á þessu sem er í rauninni ein trú.

Fishandchips, 4.9.2007 kl. 01:30

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já sjálf tel ég allt í lagi að tengja trúna nútímanum en miðað við atlöguna að Spaugstofunni veltir maður þessu óhjákvæmilega fyrir sér.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.9.2007 kl. 01:56

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef við værum múslimar yrði allt vitlaust.

Jóhann Elíasson, 4.9.2007 kl. 09:04

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óviðeigandi, en sem betur fer búum ekki í múslimaríki. Þá væri búið
að sprengja Símann í loft upp. Og eflaust miklu fleiri.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.9.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband