Umferðaröngþveitið á höfuðborgarsvæðinu er skólar hefjast.

Mér datt það í hug í morgun á leið í vinnu að hreinlega þyrfti lögreglu til umferðarstýringar á álagstímum, varðandi innanbæjarumferð um hringtorgið Reykjanesbraut, Setberg, Lækjargata hér í Hafnarfirði. Það er gjörsamlega ómögulegt að komast í hringtorgið úr Setbergi yfir á Lækjargötu en önnur leið úr hverfinu innanbæjar inniheldur sennilega einar 15 hraðahindranir og tvö hringtorg, ásamt stórhættulegri brekku í hálku að mínu viti og þar sem ég ek ekki lengur á nagladekkjum hefi ég jafnan viljað sleppa við að fara þá leið. Sjálfsagt myndi duga að hafa þarna einn lögreglumann í tíu mínútur til korter.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já þetta er sennilega duglegasta hringtorg höfuðborgarsvæðisins, gífurlega mikil umferð þarna um, ekki er það heldur gáfulegra að komast frá Lækjargötunni,nema þá í áttina til Keflavíkur,hugsanlega.

Baráttukveðjur í Fjörðinn. 

Kjartan Pálmarsson, 4.9.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk. 

Það er rétt Kjartan. Ég tel enn að menn hafi gert mistök að gera ekki mislæg gatnamót þarna í stað hringtorgs.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.9.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband