Stærsti útgjaldapóstur fjárlaga íslenzka ríkisins eru útgjöld til heilbrigðismála og sökum þess þarf að skoða hvernig fjármunum er þar varið.
Sunnudagur, 2. september 2007
Það atriði að aðgengi allra landsmanna að grunnþjónustu við heilbrigði sé fyrir hendi ( sem ekki er enn hér ) án kostnaðar við þá hina sömu leitan skiptir máli fyrir þjóð sem vill telja sig vinna að forgangsröðun markmiða hvers konar. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin beindi þeirri áskorun til þjóða heims einkum Vestrænna ríkja að nýta skattfé til þess að stuðla að grunnþjónustu við heilbrigði svo nýta mætti afgangsfé til þess að styðja við uppbyggingu lágmarksþjónustu við heilbrigði á veraldarvísu þar sem slíkt skortir stórlega og heilar þjóðir hafa ekki efni á kaupum á fúkkalyfjum til lækninga á algengum sýkingum hvað þá öðrum lyflækngingum og hluti íbúa kann hugsanlega að deyja úr skorti á því sem við Vesturlandabúar teljum sjálfsagðan hlut af voru samfélagi heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar getur ekki verið þekktir fyrir þá eiginhagsmunasemi að henda hér stórum fjárhæðum í ofurþjónustu allra handa meðan lítið sem ekki neitt er látið af hendi í formi þjónustu við þróun og uppbyggingu utan landsteina í formi þróunaraðstoðar. Forsenda þess er notkun allra landsmanna á grunnþjónustuþáttum heilbrigðis sem aftur er forvörn einnig en til þess þarf kerfið að stuðla að slíku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér. Sammála þessu öllu.kv.
Georg Eiður Arnarson, 2.9.2007 kl. 21:03
Takk Hanna Birna og Georg.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.9.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.