Varðstaða um frelsi einstaklinganna í nútíma samfélagi var samþykkt í janúar í Frjálslynda flokknum.

 Eins og kemur hér fram í úrdrætti um samþykkt hjá okkur Frjálslyndum á flokksþingi í janúar, fyrir kosningar er einrofa samstaða um áherslu á frelsi einstaklingsins þar sem við viljum sjá kerfi til þjónustu virka og endurskoðun þar sem þess er þörf. Innheimtir fjármunir í formi skatta nýtist þeim er það fé inna af hendi.

 

1. Velferðarmál: Málefni aldraðra og öryrkja, heilbrigðismál og lífeyrissjóðir.

Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir raunverulegri velferð. Í því felst að þeir sem þurfa á aðstoð að halda fái hana og búi við mannsæmandi kjör. Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir hagsmunum aldraðra og hagsmunum þeirra, sem þurfa á aðstoð að halda og leggur ríka áherslu á að fólki sé hjálpað til sjálfshjálpar.

Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að félagslegt öryggi sé forsenda þess að fólk fái notið mannsæmandi lífs og njóti sín sem einstaklingar.

Góð heilbrigðisþjónusta er mikilvægur þáttur velferðarkerfisins.

Frjálslyndi flokkurinn telur nauðsynlegt að taka stjórnkerfi heilbrigðiskerfisins til endurskoðunar og tryggja að þeir miklu fjármunir, sem varið er til heilbrigðismála, nýtist sem best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband