Smjörklipuaðferðin.

Eva María hefur engu gleymt og stórskemmtilegt viðtal hennar við Davíð var fínt sjónvarpsefni. Davíð upplýsti þar meðal annars um smjörklípuaðferðina sem hann hafði lært af frænku sinni en sú hafði sett smjörklípu á köttinn ef hann var ergilegur og kötturinn þá upptekinn við að sleikja af sér smjörið í nokkurn tíma á eftir. Með öðrum orðum til friðs á meðan. Ekki víst að fyrrum pólítiskum andstæðingum hans hafi fundist þetta eins fyndið. Hins vegar við nánari vangaveltu fer maður að spekúlera hvort það geti kanski verið að íslensk pólítik sé ef til vill að hluta til nokkuð í anda smjörklipuaðferðarinnar með aðeins öðru móti þ.e. einkennist af því að einn flokkur setur smjör á annan ef til vill Sólblóma í dag og Létt og laggott á morgun.

Og útkoman jú smjörpólítík.

kv.

gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Ég heyrði þessa sögu sem ungur drengur og þá var það sinnep en ekki smjör, sem kom þar við sögu. Segir sagan að Bandaríkjaforseti og Stalín höfðu fengið það verkefni að koma sinnepi ofan í kött. Forseti USA hafi setið með köttin í fanginu og reynt að koma góðgætinu ofan í köttin með teskeið en ekkert gekk, sem von var. Stalín heimtar þá fötu fulla af sinnepi, tekur köttinn og dýfir honum í fötuna. Kötturinn stekkur uppúr fötunni og byrjar að sjálfsögðu að hreinsa sig. Þá segir Stalín, Sjáið bara, og hann étur sinnepið sjálfviljugur!

Bragi Einarsson, 4.9.2006 kl. 17:04

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Gleymdi: Og þetta kalla ég Sinnepspólitík!

Bragi Einarsson, 4.9.2006 kl. 17:05

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bragi.

Já þessi er ansi góð, sinnepspólítik sannarlega.

kv.

gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.9.2006 kl. 23:18

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bragi.

Já þessi er ansi góð, sinnepspólítik sannarlega.

kv.

gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.9.2006 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband