Að við skulum ekki skammast okkar Íslendingar, með erlenda verkamenn í vinnu, óskráða og ótryggða.

Hið opinbera sem á að tryggja að hér séu ekki starfandi menn á vinnumarkaði sem ekki eru skráðir hér á landi hefur ekki staðið sig i eftirlitshlutverkinu. Og ef hið opinbera stendur sig ekki þá er náttúrulega leikinn sá leikur að fara kring um þau lög sem gilda, hvað annað líkt og fyrri daginn. Öllum hlutaðeigandi til skammar, einkum og sér í lagi þar sem við gumum okkur af mikilvægi þess að fá erlent vinnuafl á vinnumarkað á hátíðastundum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég var að rabba um þetta á mínu bloggi á sama tíma og þú.

Undarleg tilviljun,-og þó?

Árni Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gott mál Árni, þetta mál er fjarri því að vera fullrætt, þarf að skoða þinn pistil.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.8.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já við þurfum að virða mannréttindi ofar öðru, tek undir þetta með þér.

Ester Sveinbjarnardóttir, 30.8.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband