Áfengis og vímuefnavandinn, " komdu á morgun , það eru bara innlagnir á daginn "
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Til hvers í " ........... " eru bráðadeildir geðdeilda ? Geðdeilda Landsspítala Háskólasjúkrahúss sem meðhöndla eiga vanda áfengis og vímuefnaneyslu samkvæmt skilgreindum formúlum allra handa en hafa þó ákveðinn opnunartíma til viðtals eins skrítið og það er. Það nægir þó ekki að koma rétt fyrir lok opnunartíma þessa því þá er sagt " klukkan er alveg að verða þetta..... læknirinn er farinn , þú verður að koma á morgun " Ef viðkomandi er ekki " nógu veikur " eða hefur ekki valdið " meiriháttar skandal " síðustu klukkutímana , burtséð frá því hver saga hans kann að vera sem til er í apparati sjúkrahúss þessa, breytir engu , " komdu á morgun " " það er líka allt fullt ". Deildir sem heita bráðadeildir eiga ekki að heita slíku nafni ef allt er " fullt " þær þarf að nefna eitthvað annað. Biðlista og skrifstofumenning sjúkrahússapparatsins íslenska er eitthvað sem þarfnast skoðunar við, verulegrar skoðunar að mínu viti og þar tala ég af reynslu sem spannar tvö mismunandi tímabil aðkomu að slíkum málum, fyrir tuttugu árum síðan um það bil og nú í dag. Því miður ég endurtek því miður virðist lítil sem engin þróun hafa átt sér stað í formi þjónustu sem telja má að skuli til staðar, með laganna hljóðan í því efni. Allt öðru máli gegnir ef maður fótbrotnar á fjöllum upp þá er send þyrla af stað of maðurinn sóttur og sendur í aðgerð og lið fólks kallað út til þess þar sem bráðadeildir standa undir nafni.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg svakalega rétt hjá þér, alveg með ólíkindum að þetta skili þekkjast árið 2007 á Íslandi.
Kjartan Pálmarsson, 29.8.2007 kl. 18:35
.............skuli þekkjast..........
Kjartan Pálmarsson, 29.8.2007 kl. 18:36
Já Kjartan, þetta er ófremdarástand.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.8.2007 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.