Veröld fíkniefnanna, foreldrar verið á verði.
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
Hér á landi er til veröld fíkniefna, þar sem ákveðið mynstur þrífst kringum fíkla í neyslu. Mynstur sem er mjög sýnilegt þeim er eitthvað þekkja til mála. Sjúkur fíkill hugsar ekki um annað en að útvega sér efni til neyslu og fjármögnun fer út í það að borga með flestu sem telst einhvers virði þar til allt er farið sem viðkomandi hefur yfir að ráða. Þegar svo er komið er fíkillinn móttækilegur sem verkfæri til þess að " vinna " í " markaðsdreifingu " fyrir þróun glæpamennsku þeirrar sem þar er á ferð, glæpamennsku sem fær innspýtingu af því meinta frelsi sem óskráðir gsm símar hafa meðal annars innleitt. Mín skoðun er sú að ekki eigi að skrá síma nema með birtingu um eiganda í símaskrá. Blekkingaleikurinn kring um fíkniefnaneysluna þrífst á ýmsu svo sem tímaleysi forráðamanna barna til þess að ganga úr skugga um athafnir barna sinna, þar sem hið meinta frelsi kemur aftur við sögu. Er búíð að brjóta brot af álpappír af rúllunni í skápnum á heimili þínu ? Ef svo er hvert fór það brot og hver tók það ? Samhliða hverfur kanski tóm plastflaska sem útbúin hefur verið til hassreykinga. Eru litlir upprúllaðir pappírsbútar eitthvað sem finna má ? Ef svo er þá kann svo að vera að neysla á amfetamíni í duftformi hafi farið fram. Ég hvet foreldra til að fylgjast með sínum börnum svo mest sem verða má svo mögulega sé hægt að grípa inn í ferli sem fyrst ef börn leiðast í neyslu fíkniefna.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.