Samhæfing og samvinna fólks að störfum við sömu markmið er grundvöllur alls er á eftir kemur.

Aukið menntunarstig skilar árangri að því marki að viðkomandi einangrist ekki innan sinna fagfræða án áhorfs á umhverfið sem við er að fást í raunveruleikanum. Við höfum horft upp á baráttu hinna ýmsu fagstétta í opinbera geiranum hér á landi sem er góð og gild í sjálfu sér en tekur oftar en ekki mið af öðru en fagmenntaðir aðilar séu að störfum einungis sem ekki er raunin. Menntun þarf því að taka mið af því að starfssemi hvers konar í þjóðfélaginu innihaldi samstarf með " ófaglærðum " því fyrr því betra og þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar í námi hvoru tveggja mega og verða að innihalda það að störf að loknu námi endurspegli raunveruleikann sem við er að fást í þessu sambandi til dæmis hvað varðar til dæmis leikskólamál í höfuðborg landsins. Samhæfing og samvinnu ALLRA  er vinna að sama markmiði þarf því að róa að öllum árum hvarvetna er kemur að hvers konar störfum við uppeldi og aðhlynningu mannsins. Allir hlutaðeigandi þurfa þvi að stuðla að slíkri samvinnu svo markmiðin þjóni tilgangi sínum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Maður fer að taka upp símann, hvað úr hverju því máttu trúa, he he.. og hringja menn saman til skrafs og ráðagerða ef frumkvæðið er ekki komið...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.8.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband