Rekstur hinnar opinberu þjónustu á ekki að þurfa að vera í járnum skorts á fjármagni til lágmarksþjónustu.

Það er gott og gilt markmið að spara fjármuni en þegar svo er komið að viðhorfið virðist miðast við það að  " SPARA AURINN EN KASTA KRÓNUNNI " þá þarf að endurskoða forsendur allar. Hvert einasta ár vantar starfsfólk að hausti við grunnþjónustu við menntun, hvert einasta ár eru vandamál varðandi skort á þjónustu við heilbrigði og þjónustu á öldrunarstofnunum. Með öðrum orðum alltaf sama ástand, alveg sama hvað menn þykjast vera að gera hér og þar til umbóta. Fjárveitingavaldið sem sitjandi valdhafar á hverjum tíma hafa með að gera þar sem meirihlutasamþykkt fjárlaga fer fram ár hvert,  á Alþingi, skapa forsendur þessa ástands. Það er mjög óeðlilegt að ríkið eða sveitarfélög gumi sig síðan af tekjuafgangi meðan ekki tekst að uppfylla grunnþjónustuþarfir þær sem lög kveða á um, að hvort stjórnsýslustig fyrir sig skuli uppfylla en ekki gengur eftir í raun. Vegna þessa hefi ég talað fyrir því að hvoru tveggja sé sjálfsagt og eðlilegt að skilgreina þjónustustig þessarra þátta sem hver aðili á að uppfylla, þannig að mönnum sé ljóst hvar verður að betrumbæta og breyta um, annað eins hefur nú verið skilgreint. Því fyrr því betra.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband