BUGL er starfssemi sem tala má um á heimsmælikvarða í heilbrigðiskerfinu.
Laugardagur, 18. ágúst 2007
EF það væru til svona tíu staðir í viðbót, af sömu stærðargráðu og barna og unglingageðdeild LSH, mætti heita að við værum að sinna vandamálum tengdum geðröskunum hvers konar að mínu viti nokkurn veginn í samræmi við þarfir. Áhyggjur Bjarna ráðgjafa á BUGL varðandi 150 milljónir sem ákveðið hefur verið að verja til að bæta starfssemi þessa eru réttmætar því upphæðin er dropi í hafið í raun og endurspeglar enn skort á framtíðarsýn um lausn mála af hálfu stjórnvalda þvi miður. Aukning geðraskana er að vissu leyti vandamál sem tengist notkun fíkniefna og það atriði að höndla það mál á forstigum einkenna sem slíkra af fagfólki skiptir miklu máli . Stofnun þar sem samhæfing er á faglegum forsendum frá a-ö eins og BUGL kemur mér fyrir sjónir með fólki eins og Bjarna ráðgjafa og öllum oðrum er þar starfa sem ein heild með samvinnu frá yfirlækni til gæslumanna til foreldra barna, skilar árangri sem skiptir máli til þess að byggja upp börn úr geðröskunum til þáttöku í samfélaginu. Hvergi nokkurs staðar i heilbrigðiskerfinu er að finna eins lélega aðstöðu fyrir starfsmenn sem hafa þrengt að sjálfum sér til þess að auka rými fyrir skjólstæðinga og innlagnir á eina stofnun gegn um árin. Hvergi að ég tel, því sameiginleg aðstaða starfsmanna unglingadeildar er sennilega innan við örlítið herbergi í íbúð. Skrifstofur hafa verið teknar undir herbergi sjúklinga til þess að skapa fleiri pláss. Sé einhver ein stofnun innan íslenzka heilbrigðiskerfisins sem fær frá mér 100 % einkunn þá er það starfssemi Unglingadeildar BUGL.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg kristaltært í mínum huga að þessar 150 milljónir eru bara smápeningar í þennan málaflokk, sem hefur verið sveltur allt of lengi, þetta er bara "smáskammtalækning" og er bara til skammar fyrir svona vel stæða þjóð að sinna þeim þegnum sem landið eiga að erfa svona illa.
Jóhann Elíasson, 18.8.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.