Var ekki Bubbi að syngja í beinni í sjónvarpinu þegar ég opnaði.

Ég kveikti ekki á sjónvarpinu fyrr en undir hálf ellefu í kvöld, ég sofnaði nefnilega um kvöldmatarleytið og fékk svo gesti í kaffisopa. Það eru viðbrigði að fara að vakna eftir sumarfrí í vinnu á morgnana sem tekur smá tíma að leiðrétta. Alveg var ég búin að steingleyma að sjónvarpið ætlaði að sýna beint frá tónleikum, þótt hafi lesið það einhvers staðar áður. Bubbi fékk fólkið til að syngja með sér sem var gaman að sjá og skapaði greinilega stemmingu. Ég held að Árni Johnsen hefði átt að vera þarna til að enda tónleikanna í stað Stuðmanna, því þeir þurfa að hvíla sig eða finna söngkonu með sér og fleiri hljóðfæri en í gamla daga var ég mikill aðdáandi Stuðmanna og Spilverksins í eina tíð . Bjöggi bætti smá flóru við eins og hans er von og venja enda Hafnfirðingar afar framarlega hvar sem er he he...

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stuðmenn eru stundum eins og sumir stjórnmálamennirnir, stundum er eins og þeir hafi misst allt jarðsamband, þannig voru þeir á þessum tónleikum.

Jóhann Elíasson, 18.8.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband