Afar ánægjulegt að Íslendingar láti sig skipulagsmál varða í ríkara mæli, höfuðborgarsvæðið þarf að skoða í heild.

Bæjarstjórar í Kópavogi og Hafnarfirði hafa nú mátt taka mótmælum íbúa um byggingu háhýsa í sinni heimabyggð. Í báðum bæjunum er um að ræða hugmyndir um að byggja háhýsi inn í þyrpingu lágreistra húsa á Kársnesinu og í miðbæ Hafnarfjarðar. Miðað við umræðu um skipulagsmál undanfarið tel ég að mönnum hafi ekki þurft að koma á óvart að mótmæli við slíku kæmu fram. Sjálf tel ég að það sé löngu tímabært að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fari að tala sig saman um heildarskipulag til framtíðar því hér er um eitt atvinnusvæði að ræða og skipulagning nýrra svæða í hverju sveitarfélagi fyrir sig hefur áhrif á samgöngur milli staða eðli máls samkvæmt og fyrirhugaður íbúafjöldi jafnframt á þjónustu alla hvers konar. Ég held að flestar skynsemisforsendur hrópi á slíkt samstarf.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband