Hvers vegna er vort samfélag agalaust ?

Jú aginn kemur ekki með vindinum, hann þarf að skapa og við mennirnir mótum og sköpum. Til þess þurfum við að hafa tíma. Tíminn til þess arna er hjá foreldrum á mótunarskeiði frumbernsku barna sinna þar eru drögin lögð að framtíðinni. Hvers konar siði og venjur þarf að skapa , slíkt verður ekki til að sjálfu sér síðar meir. Hittist öll fjölskyldan við matarborðið einu sinni á dag , eða eru fjölskyldumeðlimir að borða sitt á hvað eftir hentugleikum tíma hvers og eins ? Mín skoðun er sú að agi og siðvenjur við borðhald þar sem frumhvötum mannsins til að nærast er sinnt séu vettvangur til þess að skapa góða siði sem viðhaldast svo fremi allir séu þáttakendur. Ég efa það ekki að nútímatækni í formi örbylgjuofna hefur að hluta til gert það að verkum að hver og einn fjölskyldumeðlimur er að næra sig, hinn og þennan tímann án þess að sest sé saman til borðs. Svo er það alla vega á mínum bæ stundum. Þetta er hins vegar nærtækur vettvangur til þess að skapa siði og venjur í formi aga, að matartími sé klukkan þetta alltaf og allir skuli mæta við borðhald ella vera " svangir " ...

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband