Ríkisendurskoðun rassskellir samgönguráðuneytið.

Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi. Mistök á mistök ofan varðandi kaup á ferju fyrir Grímseyinga er nú dregið fram af hálfu Rikisendurskoðunar. Það vakti athygli mína hve afskaplega fljótur samgönguráðherra núverandi var að þvo hendur sínar og vísa á undirmenn sína í þessu máli. Þetta er kanski nýr stíll, hver veit ???

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta eru bara Samfylkingartaktar þar verður af mörgu að taka þegar upp verður staðið.  Þetta heitir víst að skjóta sendiboðann.

Jóhann Elíasson, 15.8.2007 kl. 12:08

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Það var sannarlegur"Samfylkingartaktur"í aðstoðarmanni ráðherra samgangna er hann benti á Grétar Mar sem einhverskonar "dómdagsspámann"í Bakkafjörudæminu en minntist ekki orði á neinn af merkustu skipstjórum hér í Eyjum sem Grétar fékk faktíst sínar efasemdir frá og eru á móti því.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 15.8.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband