Laun starfsstétta í þjónustu við grunnmenntun landsmanna eru illa þolanleg.
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Því miður skiptir það litlu hvort þú hefur menntað þig svo og svo mikið til starfa við uppeldi með starfsheitið kennari eða starfar sem skólaliði, hvarvetna er sú ábyrgð og það álag það sem fylgir störfum þessum stórlega vanmetið til launa. Þetta gildir reyndar því miður um of almennt við mannlega aðhlynningu á vegum hins opinbera frá vöggu til grafar. Börn sem sækja leikskóla og grunnskóla eiga EKKI að þurfa að meðtaka það atriði að sífellt séu nýjir starfsmenn að koma til starfa ár hvert upp skólagönguna , það hvoru tveggja VERÐUR OG ÞARF að linna því atriði alveg sama hvort viðkomandi er með kennaramenntun eða starfar sem skólalið eða leiðbeinandi á leikskóla. Ég hef verið svo heppin sem starfsmaður/ skólaliði að starfa í sama grunnskólanum tæp níu ár með tiltölulega litlum starfsmannabreytingum þann tíma, miðað við það sem ég þekkti áður úr starfi í leikskóla í sex ár en þar bauðst mér starf með þeim bónus að geta fengið pláss fyrir barnið mitt lika með því að taka að mér starfa þar. Yfir eitt hundrað manns komu að störfum þann tíma við það að passa barnið mitt frá eins og hálfs árs aldri til sex ára aldurs og það er of mikið, allt of mikið. Það þarf að umbuna stjórnendum fyrir stöðugleika í starfsmannahaldi meðal annars en því til viðbótar þarf að athuga að það kostar fé að sinna faglegu starfi við uppeldi barna.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einkavæða allt batteríið. Búa til metnað og samkeppni. Þá gæti leikskóla og grunnskólasvið Reykjavíkurborgar og annarra sveitafélaga virkað sem aðhald en ekki eins og núna þar sem þeir dæma eigin störf og ágæti.
Halla Rut , 14.8.2007 kl. 02:22
Laun í þessum störfum eru til skammar. Sama hvort heldur það snýr að ríki eða sveitarstjórnum er með öllu óskiljanlegt hvernig það er hægt að réttlæta svona svívirðilega lág laun fyrir þessa vinnu.
kv. Halli
Hallgrímur Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 02:53
Sammála þér með launin, þau eru ekkert til hvetja fólk til eins né neins. Aftur á móti vinna langflestir í þessum geira mjög gott starf. Leggja á sig mikið erfiði til að skila faglegri og góðri vinnu. Gallinn er sá það er engan veginn metið að verðleikum. Því þarf að breyta.
Gunnar Skúli Ármannsson, 14.8.2007 kl. 10:49
Innilega sammála ofangreindu.Kv
Ólafur Ragnarsson, 14.8.2007 kl. 20:09
Alveg eins og talað frá mínu .....................
Kjartan Pálmarsson, 15.8.2007 kl. 00:10
Já hér vantar æði mikið viðhorf þess efnis að verðmeta að " lengi býr að fyrstu gerð " af hálfu stjórnmálamanna við stjórn ríkis og sveitarfélaga.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.8.2007 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.