Byggðastefna snýst um skilyrði atvinnuveganna , ekki einungis, samgöngur og menntun eins og utanríkisráðherra ræddi um.

Sá frásögn af ræðu Ingibjargar Sólrunar Gísladóttur á Hólahátið , þar sem það kemur fram hjá henni að byggðastefna snúist um tvennt, samgöngur og menntun, og í kjölfarið fylgi verslun og viðskipti ef þetta tvennt sé til staðar. Það er ekki að sjá að ráðherrann taki meðferðis atvinnuvegi í sjávarútvegi og landbúnaði og þau skilyrði sem stjórnvöld á hverjum tíma kjósa að hafa sem kerfi í hvoru fyrir sig, þar sem nýliðun þarf að vera hluti af kerfum þessum ef byggðir eiga að vaxa og dafna. Til þess þurfa stjórnvöld að vera opin fyrir breytingum á kerfum eins og fiskveiðistjórnarkerfinu og laga og sníða af ágalla sem beinlínis vinna gegn stöðugleika í byggðum landsins.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðist vera búin að missa þetta litla jarðsamband sem hún hafði.  Það er ekki von á neinu góðu þegar fólk með svona viðhorf er við stjórnvölinn.

Jóhann Elíasson, 13.8.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl, hrökk líka í kút þegar ég heyrði þessa framtíðarsýn Ingibjargar. Hún virðist hafa misst öll tengsl við hefðbundna atvinnuhætti okkar Íslendinga.

Gunnar Skúli Ármannsson, 13.8.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta kemur ekkert á óvart. Þegar búið er að tryggja valdastólana með falsloforðum og fögrum fyrirheitum má lýðurinn éta það sem úti frýs. Grunnatvinnuvegirnir skipta engu máli, það skal mennta hyskið, og opna nokkrar sjoppur. Hinir atvinnulausu hanga á netinu með 
misgóðar tengingar þess á milli sem rúntað er um ímyndaðar hágæða 
samgöngur. Mögnuð byggðarstefna.

kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband