Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar og stjórnsýslulög.

Setning laga um stjórnsýslu sem og upplýsingalög voru að mínu viti afskaplega góð og þörf lagasetning í lýðræðisþjóðfélagi og ef ég man rétt var sendur út bæklingur á sínum tíma til kynningar á lagasetningu þessari sem er vel. Stjórnsýslulögin draga fram anda jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar varðandi það atriði að stjórnvald taki ekki íþyngjandi ákvarðanir í þágu borgara sem og að andmælaréttur sé virtur. Hvarvetna þarf að skoða og gaumgæfa hvers konar ákvarðanatöku í ljósi þessa og þeir sem ákvarðanir þurfa að taka þurfa að vera jafn vel upplýstir og þeir sem sömu ákvarðanir varða. Það skiptir miklu máli að stjórnkerfi hins opinbera hverju nafni sem það nefnist og hvar sem er á landinu sé samstillt að þessu leytinu til, þannig að fólk geti gengið að því að eitt gangi yfir alla jafnt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það hefur alveg gleymst að kinna þetta fyrir stjórnvöldum og sumum sveitarstjórnum.

kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 12.8.2007 kl. 03:16

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Hallgrímur því miður er það svo og sjúklingar sem vildu fá sínar sjúkraskýrslur afhentar þurftu á sinum tíma að fara með lögin í höndunum á stofnanir til þess að sýna fram á rétt sinn. Eins vitlaust og það nú er.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.8.2007 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband