Fikniefnavandamálið, meðferðarúrræði Barnaverndarstofu, þurfa að þjóna þeim er á þurfa að halda.

Forstjóri Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson var í viðtali í Kastljósi nú á dögunum varðandi það atriði hver aðkoma barnaverndaryfirvalda að málum fíkniefnavandamála væri. Því miður gat ég ekki heyrt þau orð frá forstjóranum að þörf væri á því að setja aukið fjármagn til þess að kosta lokuð meðferðarúrræði á vegum stofnunarinnar þótt úrræði lokaðrar meðferðar hafi valdið því að þar komast ekki allir að sem þurft hafa á að halda samkvæmt ráðum sérfræðinga allra innan heilbrigðis og félagskerfa hvers konar. Það kom hins vegar fram í máli forstjórans að tekist hefði að sporna við aukinni neyslu yngri aldurshópa en  aukin neysla harðari efna væri hins vegar vandamál ofar. Það segir sig sjálft að mínu viti að ef þeir einstaklingar sem ekki komast öðru vísi út úr neyslu fíkniefna en með lokuðum meðferðarúrræðum sem börn , því úrræðin eru ekki til staðar þá, hætta ekki heldur halda áfram og stuðla að því að viðhalda vandamálinu sem þá verður enn erfiðara viðfangs. Að það skuli aðeins vera til ein lokuð neyðarvistun fyrir allt höfuðborgarsvæðið í Reykjavík segir sína sögu og ég held að hvert eitt einasta sveitarfélag eigi að axla sína ábyrgð í þessu efni og koma á fót slíkum úrræðum á sínum vegum þar sem fjöldi manns er yfir 5000 íbúa.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Hanna Birna. já það er það sannarlega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.8.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband