Hvað þurrkar út " ómenningu " ?

Maður getur nú ekki annað en kímt í kampinn yfir því hvernig menn reyna að bera í bætifláka fyrir stórvitlausar ákvarðanir bæjarstjórnar Akureyrar varðandi aldurstakmörk á útihátíð þar í bæ. Háttvirtur dómsmálaráðherra fagnar því í pisti á bloggsíðu sinni að núverandi ritstjóri Fréttablaðisins og fyrrum ráðherra í sama flokki , skilji skrif hans um " ómenningarbrag " . Ég held að menn séu komnir út á nokkuð hála braut í þessu efni satt best að segja og hvað yrði sagt ef Villi Vill og Björn Ingi hefðu komið í sjónvarp í kvöld og lýst því yfir að ungmennun á aldrinum 18-23 ára yrði bönnuð þáttaka í Gay Pride hátíðahöldunum eða sama aldurshóp bannað að fara á Fiskidaginn mikla á Dalvík undir formerkjum þess að verið væri að koma í veg fyrir " ómenningu " .

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það er margt skrýtið í kýrhausnum

Kjartan Pálmarsson, 11.8.2007 kl. 01:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Kjartan, það vantar ekki það máttu bóka he he..

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2007 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband