Mörg þúsund tonna olíuhákar að veiða nokkra fiska, með tvíbauratroll sem jafnað hafa landslag á hafsbotni.

Hver veit ekki að hluti miða við Suðurland er sandauðn ein eftir hamagang og læti á hafsbotni við veiðar og hið sama sennilega við Vestfirði einnig og ef til vill víðar en engar einustu heildstæðar rannsóknir eru ENN TIL um þetta hér við land, aðeins  einn neðansjávarmyndatökuleiðangur við Suðurströndina og út á Reykjaneshrygg sem Hafrannsóknarstofnun hefur fengið fé til. Sú er þetta ritar sótti fræðslufund þar sem bráðabirgðaniðurstöður úr leiðangri þeim voru kynntar á sínum tíma með myndum af hafsbotni. Þar gaf augum að líta mélaða kóralla á Öræfagrunni álika sandi í Sahara og eitt er víst , um mig hríslaðist gæsahúð við áhorf á það sem maður hafði heyrt mælt úr munni sjómanna lengi. Sjómanna fyrr og síðar en einn af þeim var faðir minn heitinn um tíma sem síðar varð bóndi við suðurströndina með land að sjó. Eftir 1980 rak varla þang á fjöru hvað á skeljar og svartur sandur sem áður var þakinn skel og þangi um tíma heyrði sögunni til. Margreyndur togarskipstjóri sem reyndar er formaður míns flokks segir mér að ekki finnist lengur á Íslandsmiðum kórallar nema í mjög takmarkaðri stærð. Við höfum farið offari við tilraunir okkar Íslendingar við að hámarka hvers konar afrakstur á sem skemmstum tíma og því fyrr því betra sem menn fara að viðurkenna þá hina sömu staðreynd. Það er löngu tímabært.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband