Frelsi Íslendinga til veiða með handfæri eru sjálfsögð mannréttindi þjóðar sem lifað hefur af fiskveiðum í aldir.

Handfæraveiðar og sjósókn á trillum við strendur landsins ógna ekki og munu ekki ógna fiskistofnum nokkurn tímann. Þar liggja til tvær ástæður, önnur er sú að fiskur bitur á agn en er ekki veiddur í net og hin er sú að sókn þessara báta afmarkast af veðri og vindum sem þýðir að hluti daga í hverjum mánuði er ef til vill fært á sjó til veiða. Það er því gjörsamlega óskiljanlegt að fiskveiðar í þessu formi skuli þurfa að vera njörvaðar inn í kerfi framseljanlegs kvóta í stað þess að einstaklingum sem stunda vilja sjósókn í smáum stíl sé gefinn kostur á slíku, án þess að leigja til sín kvóta frá stærri útgerðum sem handhöfum. Frelsið á að geta verið til staðar í þessu efni eins og áður sagði vegna þess að fiskveiðarnar ógna ekki fiskistofnum né lífríki sjávar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert óþreytandi baráttukona Guðný María.

Þakka þér kyndilburð landnámsréttarins, ævinlega.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 02:33

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála Guðrún,

Hallgrímur Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 02:40

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þakka ykkur báðir tveir, já ég fékk sunnlenska þrjóskugenið og vestfirska baráttuandann í vöggugjöf og nota það og nýti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.8.2007 kl. 02:51

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Veiðar á handfæri eru ekkert öðruvísi en aðrar veiða á króka.Það verða aldrei gefnar frjálsar krókaveiðar, það eru bara draumórar að láta sér detta það í hug.Ef það væri gert myndu ekki verða nema nokkrir metrar á miili skipa, og enginn fengi neitt.Og allir yrðu gjaldþrota.Handfæraveiðar í dag eru ekki þær sömu og voru þegar forfeður mínir voru að róa frá sunnlensku söndunum.Kveðja,Geiri.

Sigurgeir Jónsson, 10.8.2007 kl. 16:58

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll aftur Sigurgeir.

Hvers konar frelsi þurfa að fylgja mörk, því innan marka frelsis fáum við notið þess, jafnt hvað varðar krókaveiðar sem annað. Stærð og vélarafl eru til dæmis tvö atriði í þessu sambandi. Blessuð sé minning forfeðranna sem reru við suðurströndina.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband