Frábær mynd í kvöld um framtíð fæðunnar í heiminum.

Datt ofan í að horfa á síðari hluta myndar um landbúnaðarframleiðslu  þróun hennar og lífræna ræktun matvæla í Bandaríkjunum meðal annars. Það sem þarna var á ferð var sannarlega ánægjulegt að sjá, þar ákveðin fylki hafa ákveðið að viðhafa sína framleiðslu að vilja íbúanna. Fjölskyldubú sem þjóna íbúum sama fylkis um sem mestan matarforða þar sem hvorki þarf að flytja varning um víðan völl með kostnaði þar að lútandi svo sem olíu til dæmis. Skapar störf og jarðargæði eru nýtt þar sem afrakstur nýtist og er í sátt við móður náttúru. Mín skoðun er sú að við Íslendingar ættum að hugsa á sömu nótum mun meira en við gerum en dellan þess efnis að fækka og stækka bú hér á landi með einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni eingöngu er og hefur verið algjör og bændaforystan gjörsamlega pikkföst í stórframleiðsluhugmyndafræðinni. Lítum okkur nær.

kv.gmaria.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband