Reykjavíkurborg stígur gott skref með fríum bílastæðum fyrir minna mengandi bíla.

Loksins loksins var stigið skref af viti í átt til ívilnandi aðgerða hvers konar hér á landi og því ber að fagna. Sjálf vil ég sjá ýmislegt fleira af þessum toga í nánustu framtíð og þar geta sveitarfélögin sannarlega farið fyrir í frumkvæði hvers konar en margt fleira má gera í þessu sambandi sem hvetur til þess að nota og nýta takmörkuð gæði jarðar í hófi. Skattar og gjöld eru nefnilega stýritæki sem nota má og nýta í formi ívilnunar í stað álagna eingöngu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er einkar aumlegt að lofa fólki fríum bílastæðum með kaupum á þessum bílum, sem síðan er ekki staðið við að fullu. Vonandi bregðast menn fljótt við þessu hallæri á bílastæðaklukku kortunum, í það minnsta stendur ekki á þeim að selja bílana með fögrum loforðum. Framtakið sem slíkt er gott. Ég vil vekja athygli á því að á Akureyri eru frí bílastæði og eina sem þarf er klukkukort í gluggann.

kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 8.8.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Vistkerfi jarðarinnar er þess vert að vernda, því fagna ég þessu rétt eins og þú Gunna mín ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.8.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband