Grunnþjónusta við menntun og heilbrigði kostar peninga.

Mannekla við störf í þjónustu hins opinbera er og hefur verið viðtekin venja í áraraðir þar sem skammtímaviðhorf einhvers konar málamyndasparnaðar virðist ráða ferð. Það er nefnilega ekki eins og þessi þjónusta sem verið er að veita sé til eins árs í senn. Gegnumgangandi liggur hundurinn grafinn í láglaunapólítik þeirri sem viðgengist hefur og viðgengst enn gagnvart faglærðum og ófaglærðum í störfum við opinbera þjónustu. Þetta skammtímaviðhorf þarf að fara að aftengja og menn þurfa að líta fram í tímann í þessu efni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband