Öfugmælavísur sjávarútvegsráðherra.

 Efling Byggðastofnunar sem stýritækis og " mótvægisaðgerða " gegn minnkandi leyfilegum veiðum á Íslandsmiðum er og verður hjákátleg aðgerð í ljósi þess sem stjórnvöld hafa haldið fram hingað til um " hin sjálfbæru fyrirtæki í sjávarútvegi " Orð ráðherra í þessum pistli eru einar þær mestu öfugmælavísur sem fyrirfundist hafa hvað varðar þróun og framhald hvers konar að sjá má í greininni þar sem nýlíðun er engin og hefur ekki verið undanfarin ár heldur einungis  "leiguliðun".

Engu að síður var það nauðsynlegt að hafa uppi viðbúnað af hálfu hins opinbera. Við viljum ekki að samsetning sjávarútvegsins bretytist í samdrættinum. Við viljum ekki að við sjáum á bak einyrkjaútgerðum, né að samdráttur í þroskveiðum auki á samþjöppun greinarinnar. Ekki heldur að vá verði í byggðum og að menn neyðist til að selja aflaheimildir. Þess vegna er eðlilegt að til staðar sé möguleiki að koma til skjalanna sé tilefni til. Við vitum líka að ungir menn og nýjir í sjávarútveginum hafa fjárfest mikið í aflaheimildum sem minnka núna. Það er eðlilegt að ríkisvaldið hafi skoðun á því að slík nýliðun geti haldið áfram í sjávarútveginum. Það hefur enda marg oft komið fram að mjög almennur vilji er til þess að slík nýliðun geti áfram verið til staðar í sjávarútveginum. "

Auka samþjöppun hvernig gat það gerst ?

Vá byggðanna var öll tilkominn áður en aflasamdráttur kom til álita.

Ríksvaldið getur haft skoðun á samdrætti en að skerast í leikreglur markaðar með því að staga og bæta er ef til vill nokkuð skringileg ráðstöfun.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig geta fyrirtæki í sjávarútvegi verið sjálfbær?  Það er alveg pottþétt að það verður samþjöppun í greininni.  Þetta blaður um "mótvægisaðgerðir" er bara til að friða eigin flokksmenn, sem fylgja stjórnvöldum í blindni sama hvað dynur á, þessar svokölluðu "mótvægisaðgerðir" koma til með að koðna niður og aldrei verður af þeim.

Jóhann Elíasson, 7.8.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Mótvægisaðgerðir; Þetta er bara syndarmenska og mun ekki skila neinu.

Georg Eiður Arnarson, 8.8.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er því miður hjákátlegt orðskrúð hjá ráðherranum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.8.2007 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband