Orð og gerðir kjörinna fulltrúa hverju sinni, rita stjórnmálasöguna.

Skiptir það máli að leiðtogar stjórnmálaflokka komi fram fyrir alþjóð og viðri skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar sem við er að fást ? Svar mitt er já, bæði í stjórnarflokkum við stjórnvölinn sem og þeir sem eru í stjórnarandstöðu. Sá doði sem einkennt hefur íslensk stjórnmál um nokkurn tíma skrifast meira og minna á leiðtoga íslenskra stjórnmálaflokka almennt sem eru alltof ósýnilegir fyrir alþjóð nema nokkra mánuði fyrir þingkosningar á fjögurra ára fresti. Á þessu finnast þó undantekningar og að öðrum ólöstuðum þá held ég að Steingrímur J. Sigfússon sem formaður síns flokks hafi verið duglegur að virkja lýðræðið með þáttöku að minnsta kosti tvö kjörtímabil en fyrrverandi þingmaður okkar Frjálslyndra Sigurjón Þórðarson á sennilega Íslandsmet í þáttöku í umræðu um þjóðmál öll á breiðum vettvangi sem kjörinn þingmaður stjórnmálaflokks hér á landi eitt kjörtímabil. Björn Bjarnason hefur haldið úti bloggsíðu mjög lengi og þar liggja menn yfir því sem hann segir dag hvern, þar sem hann gegnir embætti ráðherra sem segja ætti ákveðna sögu um það atriði að skortur er á skoðunum stjórnmálamanna til þess að lýðræðið fái þrifist og virki sem skyldi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband