Hvers vegna hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurft að hækka útsvarsprósentu í topp ?

Svar mitt er það að ástæðan er fólksflóttinn af landsbyggðinni vegna atvinnustefnu í sjávarútvegi og landbúnaði hér á landi þar sem fjölmennustu svæði hafa ekki haft undan við að byggja upp þjónustu í samræmi við fjölgun íbúa, nema að til kæmi nýting útsvarsprósentu í topp sem aftur þýðir mestu mögulegar álögur á borgaranna. Því til viðbótar kemur vitundarleysi gagnvart fjölgun innflytjenda til landsins hvað varðar fjölda á of skömmum tíma.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér.Og það sorglega er að þessu muni ekkert linna á komandi árum. Allavega ekki á meðan flokkar með úrelta sérhagsmuna stefnu í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum halda um stjórnartaumana. Úr því sem komið er hlakkar mig óskaplega til þegar þessi leyniáætlun ríkisstjórnarinnar sem nefnist "eyðum landsbyggðarplássunum" er lokið. Allir landsmenn fluttir á höfuðborgarsvæðið og útsvarsprósentan kemst þá vonandi í eðlilegt ástand.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 03:04

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er sammála þér, hvað varðar stefnu stjórnvalda í atvinnumálum og að hún valdi fólksflótta af landsbyggðinni.  Málið er það að til þess að Sveitarfélögin geti rækt skyldur sína þurfa þau að innheimta "hámarksútsvarsprósentu".  Þessu hefur Ríkisvaldið stuðlað að með því að fjölga verkefnum Sveitarfélaganna, án þess að fullnægjandi fjármagn komi á móti.  Ef skoðuð er þróun skatttekna hins opinbera undanfarin ár, kemur í ljós að hlutur Sveitarfélaganna lækkar stöðugt.  Nú er svo komið (reyndar hefur þróunin verið stöðug hin síðari ár) að aðeins stærstu Sveitarfélögin hafa bolmagn til þess að veita þá þjónustu, sem þeim ber og er þar hluti þeirrar skýringar að fólksflótti er á Stór-Hafnarfjarðarsvæðið af Landsbyggðinni.  Það er tími til kominn að Fjármálaráðherra leiðrétti þetta og geri Sveitarfélögunum kleift að starfa samkvæmt lögum, hvar sem er á landinu.

Jóhann Elíasson, 6.8.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband