Byggðaröskun hér á landi hefur orsakað ansi margt sem þarf að skoða í víðu samhengi.

Það atriði að setja af stað kerfi í sjávarútvegi sem inniheldur það atrifði að atvinna fjölda manna úti á landi geti verið að engu höfð á einni nóttu, með því að einn maður taki ákvörðun um að selja aflaheimildir af staðnum er og hefur verið óráðsía hin mesta. Til hvers voru menn að byggja hús úr steinsteypu á staðnum ef þeir síðar máttu gjöra svo vel að taka slíkri óvissu atvinnulega ? Til hvers var hið opinbera að veita lán til íbúðarkaupa úti á landi þegar svo var komið að sveitarfélög réðu ekki nokkru hvað varðar atvinnu á stöðunum lengur við útgerð og fiskvinnslu og viðkomandi aðilum hafði ekki verið settar nokkrar skorður hvað varðar gjald fyrir tilfærslu aflaheimilda af einu atvinnusvæði á annað ? Hvers vegna var ríkið að byggja upp heilsugæslu á þessu stöðum fyrir almannafé ef stefnan var engin um atvinnuna til framtíðar ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband