Eitt hundrað færri fíkniefnaneytendur.

Óska lögreglunni til hamingju með góðan árangur við að góma þennan glæpaframleiðanda hér á landi. Það kann að forða eitt hundrað íslenskum ungmennum frá stórhættulegu vímuefni.

kv.gmaria.


mbl.is Fundu 100 skammta af LSD á farþega í rútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þá er bara áfengið eftir...

Ólafur Þórðarson, 5.8.2007 kl. 05:07

2 identicon

Þetta er nú reyndar þannig að hver og einn kaupir meira en einn skammt.  ;)

Linda (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 09:45

3 identicon

"Það kann að forða eitt hundrað íslenskum ungmennum frá stórhættulegu vímuefni."

Þetta er frekar einfaldur og barnalegur hugsunarháttur. Ef að við gefum okkur að hundrað manns hefðu keypt einn skammt af þessum manni, væri réttara (og mun meira í takt við raunveruleikann) að segja að 100 manns hafi einfaldlega þurft að leita annað í leit sinni að ólöglegum fíkniefnum.

Enn barnalegra er að halda því fram að LSD sé "stórhættulegt vímuefni" þegar það er í rauninni hættuminna en bæði áfengi og tóbak sem er selt af stjórnvöldum til þessara sömu ungmenna.

http://www.newscientist.com/article/mg19125633.100-drugdanger-league-table-revealed.html

Guðmundur I. Halldórsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 10:18

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvorki áfengi eða tóbak eru svokölluð ofskynjunarlyf Guðmundur og ég held að þetta hljóti að vera persónuleg skoðun þín að LSD sé hættuminna eiturlyf en bæði áfengi og tóbak, því ekki get ég komið auga á neitt sem styður þessa staðhæfingu þína í þessari grein sem þú vísar í og þú skalt ekki voga þér að vísa til þess að enskukunnáttu minni sé ábótavant.

Jóhann Elíasson, 5.8.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband