Skondin umræða um sölu á Ríkisútvarpinu.

Mér segir svo hugur um að nokkrir kollegar Björns Bjarnasonar hafi eitthvað oftúlkað ummæli hans um að selja ruv sem mig minnir að hafi verið sett fram í spurningaformi en ekki sem fullyrðing. Ráðherran gat einnig hafa slegið þessu fram í gríni til þess að athuga viðbrögðin. Menntamálaráðherra hefur tekið af öll tvímæli þess efnis að slíkt sé ekki á döfinni enda nýbúið að breyta ruv í hlutafélag.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég held nú frekar að BB hafi skellt þessu fram í geðvonskukasti!  Sýnist það á orðalaginu.  Sami pirringurinn og í þinginu!

Auðun Gíslason, 5.8.2007 kl. 10:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er nokkuð sammála Auðunni þarna en stuttbuxnastrákarnir hjá íhaldinu (ég tel Sigurð Kára í þeim hópi) virðast ætla að láta forystu flokksins vita af sér og Guð hjálpi okkur þegar þeir ná yfirráðum í flokknum.

Jóhann Elíasson, 5.8.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband