Heima er bezt.

Ég er heima í Hafnarfirði þessa verslunarmannahelgi og dúlla mér við að reyna að gera fegurra í kring um mig. Reyndar hefi ég sjaldnast lagst í flakk þessa helgi  síðari ár ,utan þess að fara á hinar gömu heimaslóðir undir Fjöllunum. Mér finnst nú einhvern veginn að fleiri séu heima þessa helgi en áður og skýringin ef til vill sú að fólk hafi ferðast mikið á hinum miklu góðveðursdögum sem einkennt hafa þetta sumar. Hver veit ! Þessi helgi hefur hins vegar oft verið andaktug í hér á höfuðborgarsvæðinu og manni liðið eins og Palla einum í heiminum á labbi um stræti og torg, sem er ágæt tilfinning og tilbreyting frá hamagangi , hraða og látum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæl Guðrún María.Ég gerði athugasemd við skrif þín um íslensku fiskveiðistjórnunarlögin í gær.Athugasemd mín átti ekki síður við skrif þín um sama efni á undanförnum mánuðum og þar sem þú bíður fólki að gera athugasemd við skrif þín, þá nýtti ég mér það í gær.Vonandi sérð þú þér fært að svara þeim spurningum sem ég spurði þig, en vel má vera að þú getir það ekki, Kveðja,  Geiri.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2007 kl. 07:30

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég sé núna að þú hefur svarað fyrri athugasemd minni kl. 0159.Eihverra hluta vegna gat ég ekki séð það þegar ég sendi athugasemd mína kl 0730.ÉG bið afsökunar á því.Þú segist vilja heildarkvóta en samt segistu vera á móti kvótakerfi.Þetta gengur ekki upp hjá þér.Þú verður væntanlega að skipta kvótanum.Og ertu þá ekki með kvótakerfi.Nema þú ætlir kanski að úthluta honum öllum á einn aðila.Kanski Ríkið og það fari að gera út.Viltu það.Kommúnistaríkin voru öll með ríkisútgerðir, en eins og allir vita þá er slíkt kerfi ónothæft.Sömuleiðis voru bæjaútgerðir hér á land og þær voru allar reknar með tapi þar til þær voru aflagðar.Þú segist vera á móti framsali á kvóta. Framsal á kvóta var ekkki leyft á árunum1984-1991.Kvóti fylgdi þá skipi og menn þurftu að veiða kvótann á því skipi sem því fylgdi.Það hafði þær afleiðingar að allt of mörg skip voru í rekstri og allir töpuðu.Kveðja, Geiri.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2007 kl. 08:31

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú spyrð hvort einhverjum hefði dottið í hug að menn myndu selja sig út úr kerfinu.Það var einmitt tilgangur Alþingis þegar lögin um framsalið var sett,og þeirra stjórnmálaflokka sem þá voru við völd, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks.

 Þú spyrð líka hvaða tilgangi það hafi þjónað.Það þjónaði þeim tilgangi að fækka skipum í rekstri og bæta þar með afkomu hinna sem áfram voru gerð út, en útgerðin var þá rekin með bullandi tapi og gekk á sjóðum sem rikið stofnaði til að halda útgerðinni gangandi.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2007 kl. 08:49

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sigurgeir.

Ertu að grínast ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.8.2007 kl. 00:06

5 Smámynd: Halla Rut

Guðrún, Hvað með þetta eins og Færeyingar gera þetta???

En varðandi þessa færslu þá fór ég í gær föstudag kl: ca: 3 út úr bænum og það var nærri engin umferð. Ég fór á Kirkjubæjarklaustur og mér til mikillar undrunnar var mjög fámennt. Þarna var spáð besta verðinu á landinu og var sól og sumar þarna í allan dag. 

Ég hugsa að þetta sé rétt hjá þér. Fólk er farið að dreifa þessu meira og ekki eins upptekið af þessari einu helgi. Gott mál umferðarlega séð en við vorum kannski að leita að smá stemmningu.

Halla Rut , 5.8.2007 kl. 00:24

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Halla.

Færeyingar vita hvað þeir eru að gera og þangað getum við Íslendingar leitað fyrirmyndar að góðu fiskveiðikerfi.

Já mér hefur fundist slatti af fólki í bænum. Það er notalegt á Klaustri í góðu veðri.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.8.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband