Einn flokkur Ríkisflokkurinn endurkosinn aftur og aftur við stjórnvölinn, og ræður öllu, aðeins í vanþróuðum ríkjum ?

Munur á kapítalisma og kommúninsma er engin þegar landamæri þess hins sama mætast, það hefi ég löngum sagt og segi enn og tel slíkt nákvæmlega hafa gerst hér á landi ekki hvað sist varðandi fiskveiðistjórnun hér á landi frá upptöku kvótakerfis í sjavarútvegi. Nægir þar að nefna að 72 % landsmanna eru á móti núverandi fiskvéiðistjórnunarkerfi. Við erum á Íslandi en ekki annars staðar og lýðræðisþróun hér á landi ætti að lúta einhverjum hefðum en gerir hún það ? Inni á hinu háa Alþingi og við ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins ? Svo einfalt eins og það er fer það eftir valddreifingu við ákvarðanir hvert mat manna á stjórnvaldsathöfnum er fyrr og síðar og nauðsynlegri endurskoðun þess hins sama.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú segist vera á móti því sem þú kallar kvótakerfi.Hvað áttu við. viltu ekki að gefinn verði út heildarkvóti í hinum ýmsu tegundum.Viltu að enginn heildarkvóti verði gefinn út og veiðar verði gefnar frjálsar.Eða viltu að gefinn verði út heildarkvóti og það verði úthlutað dögum til að veiða á og skipin verði bundin við bryggju, þegar heildarkvótanum er náð í einhverri tegund, eins og gert var hér þegar  dagakerfið var og eins og gert er í Færeyjum.Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem öll skip eru í kvóta sem hafa veiðileyfi hefur aðeins verið í gildi í eitt ár.Dagakerfið íslenska var í gildi með ýmsum tilbrigðum í þrjátíu ár en var aflagt vegna þess að það var ónothæft.Ef þú og félagar þínir ætlist til þess að einhver taki ykkur alvarlega verðið þið að segja hvað þið viljið gera.Kveðja,G.Jóns.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurgeir.

Já ég er andvíg núverandi kvótakerfi og hef verið mjög lengi, kerfið er fyrir löngu ónýtt og þjónar hvorki upphaflegum tilgangi né þeim  markmiðum sem sett eru fram í lögunum um fiskveiðistjórn. Auðvitað þarf ætíð hámark á heildarafla en það atriði að gera aflaheimildir framseljanlegar og til veðsetningar er og verður mestu mistök sem til hafa orðið.

Hvaða alþingismanni hefði hugsanlega dottið það í hug við setningu þessara laga að einhvern tímann myndi einhver selja sig út úr kerfinu ?

Var það tilgangurinn ?

Hverjum þjónar sá hinn sami tilgangur ?

Þér er alveg óhætt að taka mig og félaga mína alvarlega Sigurgeir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.8.2007 kl. 01:59

3 Smámynd: Jens Guð

  Þegar ég var barn og unglingur í Skagafirði þá kusu sumar fjölskyldur einn flokk og aðrar fjölskyldur annan flokk.  Allir í viðkomandi fjölskyldum kusu það sama.  Fólk sýndi sínum flokki ómælda tryggð. 

  Sem betur fer hefur þetta breyst.  Það hefur losnað um blindu flokkshollustuna.  Í dag er ekki sjálfgefið að börn kjósi sama flokk og foreldrarnir.  Né heldur að systkini kjósi öll sama flokkinn. 

  Samt er það svo að mjög margir,  einkum eldra fólk,  telja sér skylt að kjósa sama flokkinn alla ævi.  Þessu fólki er alveg sama hvort það er sammála stefnu flokksins í helstu málum eða ekki. 

  Fyrir kosningar jafnvel játaði sumt fólk þetta í símatímum útvarpsstöðva.  Hringdi inn,  gagnrýndi flokkinn sinn en sagði:  "Ég hef nú alltaf kosið þennan flokk og fer ekki að breyta út frá því núna.  Enda kusu foreldrar mínir þennan flokk líka á meðan þau voru á lífi."

Jens Guð, 4.8.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jens.

´Já kannast líka við þetta úr minni gömlu sveit, en er sammála þetta hefur breyst.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.8.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband