Útileguævintýri.

Á bernskuárunum var það afskaplega spennandi að tjalda og síðan að sofa úti í tjaldi, reyndar uppi sveit , á túninu heima. Það heppnaðist þó ekki að sofa heila nótt í tjaldi,  við fyrstu tilraun til slíks, því ekki vildi betur til en beljurnar komust í tjaldið um miðja nótt sem varð til þess að flúið var inn í bæ. Tjaldferðalög síðar á ævinni eru svo sem teljandi á tíu fingur, en nokkur á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í dalnum og á Breiðabakka þegar þar var haldinn þjóðhátið eitt ár að mig minnir eftir gos. Ég er örugglega ekki þessi týpíski tjaldferðaáhugamaður, finnst slíkt óttlegt vesen og tilstand satt best að segja en ósköp efa ég að heldur myndi ég verða ferðalangur með hjólhýsi í eftirdragi vegna hins sama.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband