Næstu kjarasamningar skulu þýða verulegar launahækkanir , því skattleysismörk hafa ekki haldist í hendur við verðlagsþróun og verkalýðshreyfingin ekki knúið á um það.

Hækkun stjórnvalda á skattleysismörkum í 90 þús um síðustu áramót er dropi í haf þeirrar skerðingar sem láglaunafólk hefur mátt þola hér á landi í rúman áratug við andvaraleysi allra hlutaðeigandi. Ef upphaf skattöku skal vera svo neðarlega sem raun hefur borið vitni hvað varðar möguleika til framfærslu af eftirtekju launa, þá þurfa launin að hækka , þegar prósena skattöku nemur rúmum þriðjungi og hátt á fjórðung um tíma sem staðgreiðsluskattar, flóknara er það ekki. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar verða því vonandi í sambandi við raunveruleikann þegar kemur að kjarasamningsgerð með það að markmiði að ganga erinda þeirra sem greiða til félaganna í stað þess að ganga inn í samkomulag um stjórnun efnahagsmála í landinu með pólítíkusum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hafa forustumenn verkalýðsins yfir höfuð einhvertímann verið í takt við raunveruleikann? Þessir menn eru á alltof háum launum sem geri þá sjálfkrafa óhæfa til að meta hvað þarf og hvað þarf ekki. Það kemur alltaf sama helvítis þvælan, því miður var ekki lengra komist núna.

kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband