Mín dýpsta samúð til þeirra er sorgir hrjá.

Mannslíf eru fallin í valinn og eftir stendur fólk í sárum hvers eðlis svo sem er. Við þurfum að umvefja þá sem í slíkum aðstæðum lenda með kærleik sem innifelur virðingu. Virðingu sem meðal annars felst því að auka ekki á þann mannlega harmleik sem slíkar aðstæður skapa þar sem óhjákvæmilegar frásagnir af atburðum fyrir alþjóð í fjölmiðlum eru fyrir hendi. " Aðgát skal höfð í nærveru sálar " og hvert einasta orð sem við tölum skyldum við gaumgæfa hér sem annars staðar.Sú er þetta ritar lenti í því á sínum tíma að fá upplýsingar um lát manns , mannsins síns úr fjölmiðlum og það var mikill reynsla vægast sagt og frá þeim tíma hefi ég beitt mér fyrir því að slíkt endurtaki sig ekki fyrir nokkurn mann með ýmsu móti. Allt tal okkar hér á bloggsíðum kann að særa fólk sem sorgir hrjá og í þungum aðstæðum lendir. Við skulum endilega aðgæta allt tal okkar um hlutina í tíma með umhugsun um virðingu fyrir fólki sem raunir hrjá. Ég votta öllum samúð sem eiga um sárt að binda þessar stundir.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Heyr heyr.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (-E.Benediktsson)

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.7.2007 kl. 08:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Gmaría mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband