Er háhýsasamkeppni í gangi milli Hafnarfjarðar og Kópavogs ?

Byggingartilstandið virðist hafa náð nýjum hæðum og glerkumbaldinn á Smáratorgi rís hratt og nú hefur heyrst af hugmyndum um að hækka byggingar í miðbæ Hafnarfjarðar, líkt og Norðubakkakumbaldinn sé nú ekki nóg. Við Hafnfirðingar þurfum ekki að eyðileggja miðbæinn með slíku að mínu viti nóg er nú af skipulagsmistökum þegar farið er yfir í miðbæ höfuðborgarinnar. Við skulum leyfa sólinni að skína þar sem lágreist hús eru fyrir hendi og það er öruggt að bæjarstjórnir verða ekki endurkosnar út á hæð bygginga í sínum sveitarfélögum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég elska háhýsi. Byggjum 30 í viðbót á næstu 5 árum.

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband